23.10.2008 | 20:56
Matarblogg
Jæja lesendur góðir vaknaði seint,og Geiri minn kom í kaffi til mín í hádeginu
Og svo var ég bara hér heima í letistuði í tölvunni og sófanum
Og svo fór ég út og náði í lyfin mín ekki getur maður verið án þeirra
En það er svo dýrt maður sér eftir þessum krónum í það
En hvað um það fór í mat til Geira Aseneth og Mariönu
Það var steiktur fiskur svoooo góður
Hann Geiri minn hugsar vel um mömmu sína þessi elska og hans fjölskylda
Þau er best Takk elskurnar mínar
En nú er sko gott að vera inni veðrið er að versna núna
Það hvín í öllum gluggum og lofttúðum hér hjá mér
Ladývallý mín sorrí að ég kom ekki í kaffi var svo löt
En hún Ladývallý gerir mjög gott kaffi
En ég þarf að fara að gera kleinur og bjóða vallý í kaffi og kleinur
En nú ætla ég að leggjast með tærnar upp í loft og kúra undir sæng
En ég elska öll börnin mín og barnabörn og tengdabörn
En munið nú að kvitt með fingrum hér á þessa síðu takk takk
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
22.10.2008 | 22:30
Miðvikudagur
Fékk ekki þann stóra í lotto
Fór í kaffi til Ladývallý kaffið var rosalega gott fékk kleinur líka
Og tíndi símanum mínum hann átti að hanga um hálsinn á mér
En Ladývallý faldi hann í úlpuvasanum mínum
Og svo fór ég til Stínu og tíndi símanum þar líka
Og hún var búin að fela hann í buxnavasanum mínum
Bráðum tíni ég sjálfri mér og ekki orð um það
Var búinn að blogga og allt datt út nenni ekki aftur
Munið að skilja eftir fingraför lesendur góðir
Kveðja og knús rugludósin
Bloggar | Breytt 23.10.2008 kl. 14:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
20.10.2008 | 20:30
Síðbúið blogg
Föstudagur
Rólegheitadagur fór að snúast og redda því sem maður getur reddað
Fór svo í mat til Geira og Aseneth og Mariönu
Fékk fiskibollur sem mér skilst að Kolla hafi búið til og þær voru góðar
Laugardagur
Sólskinsdagurinn minn var í dag leið bara vel var svo áhyggjulaus
Þetta reddast allt einhverveginn
Er að melta það sem ég las á síðunni hjá henni Millu minni
Sko það sem kom frá vinkonu hennar
Og er búin að vera að hugsa hvað er það versta sem getur komið fyrir mig
Ég get misst heilsuna
Það er verra en að missa vinnuna og eða íbúðina
En þetta reddast allt saman
En þetta var mjög góður dagur
Fór svo í mat til Stínu rugludalls og Eysteins
Fékk svið og rófur rosalega gott
En þá er það nóttin svaf ekki það voru einhver hljóð sem ég kunni ekki vel við
Sofnaði eftir kl 6 og svaf til kl 11
En rúsínan í endanum ég fór út að labba á laugardaginn er rosalega stolt af mér
Sunnudagur
Vaknaði kl´11 Fór í sturtu og klæddi mig
Fékk mér kaffi og bakaði svo vöfflur handa Konna mínum hann var sko mikið ánægður með mig
Hann fór á handboltaæfingu og kom kl 4
Svo fór ég í mat til Geira Aseneth og Mariönu fékk hamborgarhrygg
Fór svo þaðan til Stínu stuð og Eysteins og Konna og við horfðum
Saman á svartir englar og dagvaktina
Og svo einhverja mynd mjög góða og spennandi
svo ég kom seint heim og fór að sofa var orðin svo þreitt
Mánudagur
Var bara heima í allan dag að slaka á
Geiri kom í kaffi í hádeginu til mín þessi elska og við lásum blöðin saman
Svo lá ég bara í sófanum í dag og lét fara vel um mig
Svo núna ætla ég að hringja í Dísu mína og athuga hvor var á undan að blogga
En lesendur mínir hafið það gott og munið
Að skilja eftir fingraför eða fótspor. Kveðja og knús rugludósin
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
17.10.2008 | 20:23
Fimtudags og Föstudagsblogg
Sko ég þarf ekki að hafa fyrir því að loka gluggumÞeim er lokað fyrir mig ,og það er nánast búið að þrífa svalirnar hjá mér
Og svo kom Ladývallý í kaffi í gærkvöld og vitið þið hvað hún skildi húninn eftir
Ég er mikið þakklát fyrir það
En ég er komin með borðið og stólana inn í stofu til mín sem var á svölunum
Og ég er að hugsa um að taka líka grillið inn
Svo blessaðir mennirnir geti unnið sína vinnu
En nú er ég að fara að plata mér í sófann og sjá útsvar og svo myndina sem á að vera eftir það
Geiri Aseneth og Mariana buðu mér í mat líka í gær og í dag ,og á sunnudaginn
Ég ætla að vera í mat kannski hjá Stínu stuð og Eysteini og Konna sko á morgun
En við ætlum að horfa saman á sjónvarpið hjá þeim á sunnudag
Svarta engla og dagvaktina það er fjör
Ég hef svo mikið að gera við að borða nú skiljið þið af hverju ég verð að tala um mat
En munið eftir fingraförum hér á síðunni
Rugluspiladósin
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
15.10.2008 | 13:52
Miðvikudagsblogg








Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
14.10.2008 | 22:05
Þriðjudagsblogg






Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
13.10.2008 | 00:24
Helgarblogg
Föstudagur
Vaknaði já vaknaði kl 12 ömurlegt lét kl hringja og sneri mér á hina hliðina
fór að klæða mig og gera mig klára í að hringsnúast í reddingum sko
Og svo eftir það var bara slökun
Og um kvöldið var sko dekur
Sigga skvísa og Herdís skvísa og Herdís Dúlla tóku mig og Stínu stuð í
Sko algjört dekur rosalega notalegt
Það var sko byrjað á því að lita á okkur hárið
Og á meðan við biðum með litin í hárinu þennan tiltekna tíma
Þá voru þessar dúllur að hræra egg vatn og haframjöl saman
Og svo var ávöxtur tekin í sundur og stappaður niður held avokato kann ekki
Og svo var liturinn skolaður úr hárinu sko þær gerðu það þær voru æði dúllurnar
Og svo var klínt í andlitið á okkur ég valdi ávöxtinn en Stína haframjölsgumsið
Og Stína stuð var bara í því að tína þessar klessur úr gólfinu
Og síðan voru augnbrýr litaðar og plokkaðar
Vorum rosalega fínar eftir allt sérstaklega sparslið
Laugardagur
Berglind hringdi kl 11 og bauð mér í pönnukökur með rjóma og ég þáði það
Fór þangað og það var bara nokkuð gott og langt síðan ég fékk pönnukökur þær voru góðar
Var þar í góða stund svo fór Berglind með mér
Og við fórum í hagkaup að kaupa naglalakk
Svo fórum við í bónus og keyptum hakk hún valdi spagetti í matin
En Geiri Aceneth og Maríana buðu okkur í kjötbollur og kál
Og það var mjög gott
Svo fórum við heim Berglind gisti hjá mér
Og ég poppaði handa okkur og horfðum svo á spaugstofuna
Hún var góð og svo horfðum við á einhverja mynd og svo að sofa kl 11 eða hálf tólf
Sunnudagur
Berglind vakti mig kl 8 og bað mig að kveikja á sjónvarpinu
Það er smá trix með að kveikja á því
Svo kl 11 kom Björg vinnufélagi minn í kaffi frá skólanum á vellinum
Og ég eldaði spagetti handa okkur Berglindi
Og svo keyrði ég hana heim kl hálf tvö hún átti að fara í æfingu
Var svo heima í (slökun aftur ) og svo hringdi Geiri og co
Og buðu mér aftur í mat fékk Mexikóskan mat voða gott
Fór svo heim ætlaði að skúra en sleppti því og sópaði bara
Ákvað að fara aftur á flakk
Fór til Eysteins og Stínu stuð að horfa á svartir englar og dagvaktina
En Eysteinn og Stína voru með reykt sveitkjöt í matinn og húsbandið Hennar Stínu
Sagði við hana ætlar þú ekki að bjóða Ólu í mat hún sagði nei ætla ekki að slást við Geira um hana
Húsbandið hennar veit að mér finnst sveitakjöt svooooo gott
Munið að setja fingraför og fótspor hér
Rugluspiladósin
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
10.10.2008 | 17:36
Fallekt veður
Það er sko flott veður núna
Allt orðið þurrtog bjart
Regnboginn hann var sko mikið flottur
Fyrst var hann mjór og stuttur
Svo varð hann breiðari og lengri
Og svo eru fjöllin svo falleg í þessari birtu sko
Og það er eitthvað bjartar yfir núna
Og ekki eins mikið um banka og svoleiðis fréttum ,eða ég misst af þeim
Kveðja og knús rugluspiladósin


Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
9.10.2008 | 15:48
Hugsanir
Það rignir,nei það rignir ekki ,jú það rignir .Hvað á að gera við okkur sem vorum að kaupa bíla ,keypti bíl á 1 080 þúsund og skulda núna 1.358 þúsund ,get ekki selt hann einu sinni ,keypti íbúð á 13,600 og afborgun þegar ég skrifaði undir var 58.000 nú 65.000 ,sko bara af húsbréfum.Var rosalega bjartsýn og hamingjusöm í vinnu og allt.
Nú er ég atvinnulaus bjóst ekki við því sko,ætlaði ekki að tala um þetta en ,ég er að hlusta á útvarpið það er ekki hægt að þegja ,mig langar að halda íbúðinni minni en sé ekki fram á að það sé hægt ,nema fá hjálp en hvar fær maður hjálp
En hvað um það út í aðra sálma
Ladývallý kom í kaffi í gær og vitið þið hvað
Við vorum rosalega stiltar og prúðar
Við vorum ekki að leika okkur með KAFFIÐ
Hún Vallý kom með kúmenbrauð og tebollur og kanelsnúða
Og við borðuðum kúmenbrauð með osti og alles það var mikið gott
Takk Ladývallý mín sko við getum verið rosalega stiltar þegar við viljum
En nú er gótt lag í útvarpinu maður finnur strax að maður lifnar allur við og langar
Að dansa Kæra spiladósin mín má bjóða þér upp í dans
Spiladósin mín við verðum bara að skemta okkur þanig komust við í gegn um erfiðleikana
Knús og klapp rugludalldósin og spiladósin
Munið eftir að skilja eftir fingraför og fótspor vinir minir elska ykkur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
7.10.2008 | 22:51
Hittingurinn
hittingurinn var æðislega góður, það var svo gaman að hitt rugludalladósirnar .Þegar við Vallý mættum á svæðið var þar komin ,engin annar en hún Samma okkar ,Samma mín það var orðin smá tími síðan við sáumst síðast.Og svo kom hún Silla og það var gaman að hittast ,og svo kom Dóra dúlla og skvísurnar hennar fallegar og blíðar dúllur eins og mamma og amma.Svo birtist Madam Milla ,og um leið og ég sá hana þekkti ég hana .Svona ykkur að segja vorum við Milla miklir grallarar ekki segja neinum það .Það var svo gaman að hittast ,en ég saknaði systranna Perlu og Lindu ,og svo auðvitað hefði Ásgerður átt að vera líka ,því hún er líka rugludalladós,það hefði verið toppurinn á tilverunni og hún Dísan mín líka .En ekki meira um hittinginn .Fór til Ladývallý í kaffi í dag og hún sagði að augun mín hefðu glitrað ,mér leið líka mikið vel Enn nú veit ég ekki hvað ég á að segja ykkur meira
Jú Geiri Aseneth og Mariana buðu mér í mat í kvöld
Vona að þið skiljið bloggið mitt
Og munið að skilja eftir fingraför
Kveðja og knús rugludalladósin í Keflavík
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar