Færsluflokkur: Bloggar
9.1.2009 | 13:46
Happa dagar
Er með happa daga ,mig dreymdi draum ,hann er svona .Settist í manna,var í gallabuxum ,og ætlaði að þvo þær fannst ég eiga heima í nýrri blokk ,og fer í þvottahúsið ,en gat ekki þvegið vegna þess að vatnið kom ekki í þvottavélina ,heldur kom vatnið út úr veggnum .Ég bjó á 4 hæð ,nema það var maður sem átti íbúðina á móti mér vinstri hurð ,og það voru ekki komin handrið ,ég spurði hvort hann vissi eitthvað um þennan vatnleka ,nei sagði hann en ég skal skoða þetta ,svo kom sonur hans askvaðandi út um hurðina (svona 4 ára )og ég segi passaðu strákinn í því datt strákur niður og pabbinn ætlaði að grípa hann ,en náði því ekki ,og horfir á eftir honum niður ,og segir svo við mig það er í lagi með hann og mér létti mikið
En ég er að laga mín mál það er allt að ganga upp hjá mér núna og dugar í 4 mánuði til að byrja með :-)
En svo er smá hér um Völu ,hún hefur ekki kippt sér upp við þessar sprengingar fyrr en á Miðvikudag þá varð hún hrædd ,það var eins og nokkrar sprengjur springju í tunnu ,og hún gat í fyrta skipti stokkið upp í sófann og hún ætlaði inn í mig held ég bara :-)
Þið sem eruð með hunda hvaða fóður á maður að gefa þeim til að minka að þeir fari úr hárum
Og það er svo mikið fjör í henni núna að það er eins og hún sé á skautum hún rennur á parketinu
Henni finnst svo gaman að hlaupa og eftir að ég fór með hana út að labba þá hrýtur hún
Við Vala erum sáttar og hamingjusamar núna :-)
Munið að skilja eftir spor það er svo gaman að Vita það er kíkt hér við :-)
En það er eitthvað að með broskallana mína þeir koma og hverfa svo :-(
Kveðja og knús til ykkar allra
Óla og Vala :-)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (23)
6.1.2009 | 22:53
Sólskinsdagurinn min
Jæja það var nóg að gera hjá mér í dag ,fór með Völu í sprautu og Billa fór líka með pjakk ,þau fengu sprautu og örmerki og ormapillu .Og það gekk rosalega vel ,nema vala var svo abbó ,því pjakkur var á undan ,og doktorinn sem er kona var að klappa honum og strjúka til að skoða ,og vala var ekki kát með það .Svo var pjakkur sprautaður þá vældi vala ekki hann og svo fékk hann nammi hjá doktornum og þá vældi vala hátt og spriklaði í fangi mér .Svo kom að henni og hún var kát með klappið og strokurnar svo kom að sprautunni þá bakkaði hún á mig en það gekk allt vel svo fékk hún nammi og þá var hún kát .
Svo fengum við okkur labbitúr ,og hún var ánægð með það ,en hún er ekki alveg sátt við ólina ,en hún fær ekki að ráða því ,hún reynir að naga hana í sundur .En svo er hún búin að vera eitthvað tryllt í dag virðist samt ekki vera hrædd við þessar sprengjur en heimtar bara mat .En nú er hún sofnuð ,hún er búin á því bara ,ætla aftur með hana út að labba á morgun .Það er nauðsynlegt að gera það .
Og svo fór ég í bankann og var að reyna að redda mínum málum ,en annars er málið þetta annaðhvort held ég íbúðinni og bílnum eða missi það .En mér finnst það svolítið sárt því ég er ekki rík og langar að hafa það svona áhyggjulaust það sem ég á eftir .En maður er bara svo reiður yfir þessu öllu saman .Það hækkar allt nema launin hvernig á fólk að fara að ,ég bara spyr en fæ engin svör .En ég er ekki svo rosalega illa stödd það eru fleiri sem fara verr út úr þessu en ég .En við Íslendingar þurfum að fara að standa betur saman .
En ég er í góðum málum eins og er ,er á uppleið búinn að vera í niðursveiflu síðasta mánuð ,en ég er að vinna í mínum málum núna .Og ég vil get og kann og ætla að vinna þetta allt saman .Ég hef lifnað við eftir að ég fékk Völu mína :-)
En ekki meira í bili munið bara að skilja eftir spor .
Thelma mín þú líka bara ,kvitt þá veit ég að þú kíkir á mig
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
5.1.2009 | 15:09
Helgin mín
Kom heim á föstudagskvöld með síðustu vél ,og það var rosalega gott flug
En það var léttskýjað á Egilstöðum þá og indælisveður
Svo var lent í Reykjavík og það var ekkert skyggni ,rigning
Á laugardag sótti ég völu í pössun
og fór í mat til Geira og co
Sunnudagur
Hann fór sko í leti og var aðalega í faðmi sófusar
Eldaði mér svo bara svona bixí mat með spæleggi og grænmeti
það var bara gott þetta voru svona bara afgangar
Svo ætla ég að vera í leti í dag
Blogga svo aftur á morgun
Kveðja frá okkur völu
Munið að setja för hér hvernig sem er hehe
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
3.1.2009 | 17:10
Komin heim
Þá erum við komnar heim.Og vala fagnaði mér mikið og innilega
hafði það mjög gott fyrir austan er alveg til í að flytja þangað
Það er svo mikil ró eitthvað þar, sem er mjög gott
En vala mín er svo róleg og góð núna liggur bara við fætur mínar
Og hún fagnaði Geira og Aseneth og Mariönu vel
En það var yndislegt veður fyrir austan en smá hálka
Og í gær þegar Ásdís steig út úr bílnum datt hún ,hún bara steinlá
Og hún fær ábyggilega marblett á hnéð
Var í mat hjá Geira og co það var grýta
Takk fyrir matinn elskurnar mínar
En ég sakna þeirra mikið núna
Og Lilla fagnaði mér vel þegar ég kom austur ,og hún var ekki kát þegar ég var að fara
Og við Dísa vorum að passa á gamlárskvöld og Lilla líka
Þegar litla svaf þá fór Lilla annarslagið að kíkja á barnið
Hvort ekki væri í lagi ,það var gaman að fylgjast með
En nú ætla ég í faðm sófusar
Og takk fyrir öll innlitinn til mín elskurnar mínar
Er komin með netið aftur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
31.12.2008 | 22:13
Síðasta blogg mitt á þessu ári
Er búin að hafa það mikið gott hér ,fékk að stússast í eldhúsinu
Og mér er búið að líða rosalega vel hér fyrir austan
Svo mikil ró yfir mér ,
Horfði á flugeldasýninguna hér áðan
Hún var mjög flott .Og veðrið er rosalega fallegt logn og blíða
Dísa mín dekraði við mig eftir sturtuna er voða fín núna með slétt hár
Ég sáum matinn en þau um eftirrétinn
Og nú bíðum við eftir áramótaskaupinu
Gleðilegt ár til allra nær og fjær
vala er í pössun hjá fyrrverandi mömmu sinni
Kveðja og knús Óla og vala
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
30.12.2008 | 15:32
Ferðalangurinn
Lenti á Egilstöðum kl 10,05 á Föstudaginn 28 desember í góðu veðri alveg logn ,byrjað var að fara í kaffi til Sveinu og Jóa foreldra Gumma Það var mikið gott ,og svo var lagt af stað til Norðfjarðar ,og vá sjórinn var spegilsléttur rosafallegt ,og á Norðfirði seinnipartinn var himininn fallegur sólin að setjast ,svo fallegir litir náði of seint í myndavélina ,Við Dísa fengum okkur smá rölt ,það var gott en svolítið kalt En maður gerir ekki annað en að borða allt Dóru dúllu að kenna Og Ladývallý saknar mín rosalega mikið og ég hennar Hef það rosalega gott hér ,er samt með einhvern söknuð en ætla ekki að láta það ná tökum á mér .Svo sakna ég völu minnar ,vona bara að hún sé goð og stillt í pössuninni .En Lilla er æðisleg Svo þakka ég öllum blogvinum mín fyrir góð kynni á árinu sem er að líða ,og takk fyrir vináttunaOg takk fyrir öll faðmlögin sem þið hafið sent mér Og elsku Valgeir minn minn takk fyrir öll faðmlögin þín og góðar kveðjur
Gleðilegt ár til ykkar blogvinir mínir og aðrir landsmenn
Kær kveðja Óla og vala
Og hann Ástþór elsku dúllinn minn átti afmæli 28 desember hann varð 17 ára
Ástþór amma elskar þig
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
27.12.2008 | 18:45
Austurfarinn
Elsku bloggvinir og aðrir vinir ,ég fer austur í fyrramálið
En ég var að koma úr mat frá Geira og co
Fékk ofnbakaðan fisk er að springa hann var svo góður
Var líka í mat þar í gær
En okkur völu líður mjög vel saman
En gleðilegt ár elsku bloggvinir og aðrir landsmenn
Kveðja og knús til ykkar allra
Óla og vala
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
25.12.2008 | 00:24
Kvöldið mitt
Átti yndislegt kvöld ,með Sússu og hennar börnum
Það var hamborgarhryggur og allskonar grænmeti
Fékk nokkrar jólagjafir líka voða fínar
Ég fékk rosafínan trefil frá tengdaforeldrum Ásdísar
Kertaskál frá Stínu og Eysteini
Flugmiða austur frá Ásdísi og Gumma
Flotta og mikla kaffikörfu frá Geira og Aseneth og Mariönu og boð um flugmiða austur
En ég var búin að fá svo ég fæ seinna bara
Og yndislegan heilsukodda frá Sússu ,Ástþóri og Berglindi
Kærleikskveðja frá mér og völu til allra landsmanna
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
24.12.2008 | 13:59
1ár í dag
Setti inn mynd af manninum mínum ,í dag er eitt ár síðan hann Valur minn lést
Blessuð sé minning þín
Þín er sárt saknað elsku vinur
Hugur okkar allrar fjölskyldunar er hjá þér
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
23.12.2008 | 22:43
Skötuveislan
Var boðið í skötuveislu ,ummmm gott og grjónagrautur í eftirrétt.
Hjá Lalla bróðir það var bara yndislegt
Geiri Aseneth og Mariana
Steini frændi og kona hans og fleirra fólk
En þetta var yndisleg stund
Munið bara að kvitta sem lesið ,er mjög sátt
Óla og vala
Gleymdi að segja ykkur að Geiri og Aseneth létu mig fá nýtt búr fyrir völu mína
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar