22.12.2008 | 19:49
Helgin mín
Helgin mín var of fljót að líða ,vantaði fleiri mínútur í klukkutímann,þessa helgi
En við áttum góðan tíma saman bara allt of stuttan
Það var mætt á flugvöllinn kl 1.30 og þau sótt
Síðan var haldið í kringluna ,hittum þar Sússu og Berglindi
Og við fengum okkur í svanginn,var voðalega svöng
Svo var Gummi svo þreyttur kom beint af næturvakt
Og kl 3.30 var lagt á stað suður Gummi var ekki upplagður að versla sem er skiljanlegt hann var búin að vaka í 24 tíma
Þetta var föstudagurinn
Laugardagur
Aftur farið í hana Reykjavík að versla auðvitað
Og við vorum bara svo á rölti í verslunum
Svo fór ég og Berglind að kaupa jólagjöf fyrir Sússu frá Berglindi og Ástþóri
Segi ekki hvað var keypt en ég held hún verði ánægð
Og svo var keyrt suður og farið í mat til Lalla og Mariu
Og um kvöldið var pakkað inn jólagjöfunum
Og svo var horft á Laddi sextugur og mikið var hlegið
Og svo farið að sofa kl 3 allt of seint
Sunnudagur
Við ásdís fórum í bónus að versla smá
Og svo fóru Ásdís og Gummi að heimsækja Kalla og Kollu og Sússu og co
Geira´og Aseneth og Maríönu og Maríana tók miklu ástfóstri við Ásdísi
Það var gaman að sjá
Svo var haldið til Reykjavíkur aftur og þau fóru í flug Austur aftur ,þetta var of stutt stopp
En þau reyna að koma aftur í Janúar
Ég vaknaði við jarðskjálfta kl 4 í nótt
Það var fröken vala að vekja mig ,og þegar ég reisti mig upp þá lagðist hún bara niður
En svo fór ég að hugsa mig var að dreyma ,skil þetta ekki alveg af hverju vakti hún mig veit ekki kannski lét ég svona illa
Svo er ég búin að vera að segja að ég eigi loðna inniskó hún vala liggur ofaná fótum mínum og hún eltir mig um allt
Ég held að henni líki vel við mig
En Lilla neitaði að borða hún var svo abbó
En 'A föstudaginn var ég að hlusta á frétti í útvarpinu
Og þar var viðtal við konu sem keypti sér hús eins og fleiri
Og hún sagði ég vil fá svar og vil ég líka svar
Mín spurning er hvað á að gera þegar launin duga ekki til að borga af húsi og bíl og tryggingar og allt annað sem því fylgir að lifa
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Dúllan mín,reyndu bara að njóta minninganna um helgina með krökkunum þínum og að eiga svona dásamlegan lítinn hund sem elskar þigeigðu gott kvöld elskan
Sigríður Ágústa Þórólfsdóttir, 22.12.2008 kl. 21:50
Elsku 'Ola ég skil hvernig þér líður.Ég hef ekki neitt getað gert alveg stopp.Ég hef frekar verið jóla barn er núna ekkert eingin gleði eingin jóla neitt.Elsku 'Ola samt gleðileg jól og jóla koss til allra þinna
Guðrún Pálína Karlsdóttir, 22.12.2008 kl. 23:10
Ég er alls ekki leið bara þessi eina frétt sat í mér En mér finnst samt vanta einhverja daga inn í tímabilið,veit ekki alveg hvað það er En það eru svo margir sem eru verr
staddir en ég Við verðum bara að horfa fram á veginn og brosa
Stórt knús á ykkur öll Óla
Ólöf Karlsdóttir, 23.12.2008 kl. 00:11
Ég og mín kæra fjölskylda viljum óska ykkur öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári og þökkum árið sem er að líða.....Jólakveðja
Linda og Fjölskylda :):):):)
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 23.12.2008 kl. 00:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.