6.1.2009 | 22:53
Sólskinsdagurinn min
Jæja það var nóg að gera hjá mér í dag ,fór með Völu í sprautu og Billa fór líka með pjakk ,þau fengu sprautu og örmerki og ormapillu .Og það gekk rosalega vel ,nema vala var svo abbó ,því pjakkur var á undan ,og doktorinn sem er kona var að klappa honum og strjúka til að skoða ,og vala var ekki kát með það .Svo var pjakkur sprautaður þá vældi vala ekki hann og svo fékk hann nammi hjá doktornum og þá vældi vala hátt og spriklaði í fangi mér .Svo kom að henni og hún var kát með klappið og strokurnar svo kom að sprautunni þá bakkaði hún á mig en það gekk allt vel svo fékk hún nammi og þá var hún kát .
Svo fengum við okkur labbitúr ,og hún var ánægð með það ,en hún er ekki alveg sátt við ólina ,en hún fær ekki að ráða því ,hún reynir að naga hana í sundur .En svo er hún búin að vera eitthvað tryllt í dag virðist samt ekki vera hrædd við þessar sprengjur en heimtar bara mat .En nú er hún sofnuð ,hún er búin á því bara ,ætla aftur með hana út að labba á morgun .Það er nauðsynlegt að gera það .
Og svo fór ég í bankann og var að reyna að redda mínum málum ,en annars er málið þetta annaðhvort held ég íbúðinni og bílnum eða missi það .En mér finnst það svolítið sárt því ég er ekki rík og langar að hafa það svona áhyggjulaust það sem ég á eftir .En maður er bara svo reiður yfir þessu öllu saman .Það hækkar allt nema launin hvernig á fólk að fara að ,ég bara spyr en fæ engin svör .En ég er ekki svo rosalega illa stödd það eru fleiri sem fara verr út úr þessu en ég .En við Íslendingar þurfum að fara að standa betur saman .
En ég er í góðum málum eins og er ,er á uppleið búinn að vera í niðursveiflu síðasta mánuð ,en ég er að vinna í mínum málum núna .Og ég vil get og kann og ætla að vinna þetta allt saman .Ég hef lifnað við eftir að ég fékk Völu mína :-)
En ekki meira í bili munið bara að skilja eftir spor .
Thelma mín þú líka bara ,kvitt þá veit ég að þú kíkir á mig
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Til hamingju með Sólskinsdaginn þinn sem er greinilega í dag Ólöf mín. Það hefur verið nóg að gera hjá ykkur. Sprauta og svona. Það er ágætt. "Fékk hún nokkuð sprautu í rassinn"? Nei bara smá grín svona. Það er alltaf gert á geðdeildinni sko... hmmm.... Það er bara þannig.
Heyrðu með bankana. Það er nú meira djöfulsins bullið. Ég meina. Þetta er bara steypa. Ég myndi hjálpa þér Ólöf mín ef ég bara gæti. En ég á bara engan pening aflögu elsku vinur. En ég skal hugsa hlýtt til þín vinur og reyna að aðstoða þig í huganum og hér á blogginu. Það vonandi dugar eitthvað. Hvernig gekk á Ráðgjafastofu? Nei bara forvitnast.
Hafðu það sem best Ólöf mín og knúsi knús á þig elsku vinur.
Vinar og bræðra kveðjur.
Valgeir.
Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 6.1.2009 kl. 23:05
Frábært að sjá að þú ert að koma upp með hækkandi sól ég er líka viss um að fá völu litlu var það besta sem þú gast gert elskan þið tvær eruð bara æðislegarvonandi fáum við nú bráðum sundið okkar ljúfan mín,kærleiksknús á þig og völu
Sigríður Ágústa Þórólfsdóttir, 6.1.2009 kl. 23:39
HaHaHa já heldur bertu að hún var abbó útí bróðir sinn
Brynhildur (IP-tala skráð) 6.1.2009 kl. 23:56
Elsku Óla mín sendu mér lósið er að drepast úr leti þessa daganna þó svo að hugurinn sé á fullu.
Góða nótt min kæra.
Anna Ragna Alexandersdóttir, 7.1.2009 kl. 00:10
Sigríður Ágústa Þórólfsdóttir, 7.1.2009 kl. 22:42
Anna Ragna Alexandersdóttir, 8.1.2009 kl. 10:19
Takk takk fyrir öll innlitinn ,bara að láta vita ég blogga á morgun ,svo mikið að gera við að sofa og slaka En ég er mjög happy og Vala líka
Kveðja Óla og Vala erum að vinna í málunum
Ólöf Karlsdóttir, 8.1.2009 kl. 19:26
Hæ dúlla ég nennti ekki á fundinn,en þú? kærleiksknús á þig elskan
Sigríður Ágústa Þórólfsdóttir, 8.1.2009 kl. 21:52
Anna Ragna Alexandersdóttir, 9.1.2009 kl. 14:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.