Færsluflokkur: Bloggar
15.2.2009 | 18:40
Letidagur
Letidagurinn minn er í dag er bara mjög kát og happý og stolt kona
.Get meira en ég hélt
meira að segja farið upp í stiga og skipt um peru ,ég þarf ekki karl
nema til að klappa mér og strjúka ,og gott væri nú að fá smá nudd líka
,En þetta var letidagurinn minn Var í faðmi sófusar elska hann sko of mikið
,omg,ekki gott fyrir hann ,hann fer að slitna þessi garmur
elska þennan gamla gaur
Ekki meira í bili ,knús á ykkur Óla og Vala letihaugar
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
14.2.2009 | 00:58
Dagurinn minn
Búin að eiga góðan dag ,við Vala vorum að volast hér fram yfir hádegi ,þá fórum við út ,en ekki í fjöruna ,en ekki langt þar frá
Síðan fór ég í mat til Geira og Aseneth ,fékk kódilletur nammi góðar og Geiri eldaði
'i gær fór ég til Stínu og Eysteins og húsbandið hennar vaskaði upp ,á meðan húsfrúin setti krem í hausinn á mér
Og konni minn var að stríða mér ég byrjaði og hann ætlaði bara að setjast
ofá mig svo ég forðaði mér
bara frá þessari elsku
En svo eftir matinn hjá Geira fór ég hingað heim og skúraði sameignina og ryksugaði
dugleg sko
Og þegar það var búið þá fórum við Vala aftur í göngu
Held að ég sé orðin húkt á því að fara út
Þetta er svo hressandi skal ég segja ykkur
En við ætlum að vera í slökun á morgun en ætlum samt að fara í göngu
Ekki meira að sinni
Takk fyrir innlitið ,knúsý knús ,
Hún Thelma mín á afmæli í dag ,til hamingju Thelma mín
Hann Gummi hennar Dísu minnar á líka afmæli í dag
Til hamingju bæði
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
11.2.2009 | 22:33
Blíðu veður
Hér er búið að vera blíðu veður bara í marga daga .Við Vala fór í fjöruna og það er svo gott að fara þangað maður er bara endurnærður eftir það .En ég er að reyna að láta inn fjöru myndir en það gengur brösuglega .en sjáum til annars bara seinna þegar ég verð ekki pirruð
Jæja þá er að sjá
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
10.2.2009 | 22:29
Yndislegur dagur
Yndislegur dagur í dag ,milt og gott veður ,vaknaði fyrir hádegi dugleg sko .Fór í í viðtal og læt vita seinna hvernig gekk .
Við Vala fórum 3 sinum í fjöruna í dag það var yndislegt ,og vala kát með það ,hún ætlaði ekki að .
vilja koma inn hún vildi bara kúra í framsætinu ,var bara búin á því .En úff hún er farin að síga svo í að ég nenni ekki að halda lengur á henni inn,og svo er ég með búr fyrir hana í bílnum og svo fékk hún annað búr sem er stærra sem er hér inni ,hún sefur í því þetta er önnur nóttin hennar í kvöld .
En ég tók myndir í dag en ég er ekki eins klár og hún Auður að setja þær hér inn hún verður að lóðsa mig í gegn um þetta við gott tækifæri ,ég er duglegri á facebook ,en hér .
En veðrið er búið að vera bara blíða hér dag eftir dag ,en það kom einn dagur sem var leiðinlegur ,en það er búið að vera kalt og hlýra yfir miðjan daginn
En við förum aftur í fjöruna á morgun og svo þarf ég að finna fleiri staði sem ég get farið með
hana sem hún getur verið svona frjáls .
En munið að skilja eftir merki hér takk fyrir það
Kveðja og knús Óla og Vala
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
8.2.2009 | 12:39
Reykjavíkurferðin
Fór í Reykjavík í gær ,og tíminn sko flaug áfram ,fórum í smáralind og rúmfó .
Smáralind keypti mer í hagkaup náttbol og, Vallý bleikan bol líka nú erum við í stíl
í debenham ullar vesti voða sætt með rúllukraga ,mér verður ekki kalt
og við löbbuðum um og skoðuðum tók mikinn tíma að skoða líka
Svo buðu Aseneth og Geiri mér að borða
Svo fór ég í rúmfó og keypti mér tilbúnar gardínur fyrir herbergið mitt bleikar hvað annað
En Vala var í pössun hjá fyrrverandi eigendum hennar
en hún vildi svo ekki koma með mér heim ,dró hana bara út með mér
en ég fór með hana í fjöruna okkar en hún vildi ekki hlaupa umm
hún var alveg bara búin á því að leik við bróðir sinn
Brynhildur og Halldór takk æðislega fyrir að passa hana
og hann Halldór klippti klærnar á henni Völu ég bara kann það ekki
hún bara urrar á mig og nartar í mig
Hildur og Dóri hún Vala svaf bara í allt gærkvöld og vaknaði ekki fyrr en kl 11 í morgun
En hún ´vildi ekkert borða í gær ,og ég varð að standa yfir henni áðan á meðan hún borðaði
En nú erum við að fara í okkar fjöruferð
En hún yndislega dóttir mín er sko búin að redda mömmu gömlu með óðri bók um hunda
Takk takk Ásdís mín þú ert æðisleg dóttir og góð elska þig mikið
En bunið að silja eftir smá spor handa mér takk takk
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
6.2.2009 | 17:37
Útiveran
Jæja þá eru tíkurnar búnar með útiveruna þennan fyrirpart dags ,og sá seinni í kvöld.Þetta er svo yndislegt og gott ,og ekki skemmir veðrið ,það var ekki eins kalt í dag ,og búið er að vera undanfarið .Og hún Vala elskar sko að hlaupa svona um og leika sér ,hún fer alltaf lengra og lengra ,og í dag tók hún á flug vildi að ég hefði verið með myndavélina í dag .
En hvað um það nú ætla ég á flakk í kvöld ætla í kaffi til Stínu og lúskra á Konna mínum,ég verð
í liverpool bolnum Konni minn ,vertu bara viðbúin
Veit ekki hvað ég þori að segja meira
Munið að kvitta þið sem þorið
Knús og kram .Hlaupatíkurnar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
5.2.2009 | 12:11
Yndislegt veður
Hér er yndislegt veður algjör blíða en holdið kalt ,en það er í lagi ,við Vala erum að fara að labba og skoða okkur um í fjörunni ,en ætlum fyrst í kaffi til Ladývallý.Við Vala erum búnar að labba alla daga þessa viku og hún er orðin rólegri og farin að fara út á svalir að gera þarfir sínar og bíður svo úti við dyrnar eftir nammi haha .Þannig að þetta er allt að koma verð að vera þolinmóð var næstum búin að láta hana um daginn ,en sem betur fer á ég yndislega dóttir sem heitir Ásdís og hún sagði mamma vertu þolinmóð og lestu bókina sem ég gaf þér .Takk Ásdís mín og Gummi og Lilla fyrir bókina hún er góð .
En næst á dagskrá, mig langar svo austur á Norðfjörð ,þegar ég hugsa þangað þá róast ég bara ,það er svo yndislegt þar .svo þegar fer að verða betri færð langar mig að aka austur og koma Dísu minni á óvart við Vala skellum okkur austur þegar síst varir ekki segja Dísu þetta hehe
En nú erum við Vala að fara í gönguna okkar þetta er yndislegur dagur og verður það í
allan dag og næstu daga .Er búin að ákveða það
En bless í bili ,og munið að kvitta það er svo gaman
Vallý er að koma í kaffi og rúgbrauð
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
3.2.2009 | 13:23
Uppsögn
Hvernig er það má ekki segja Davíð upp störfum .
Mér var sagt upp störfum ,og ég fékk ekki starfslokasamning
.svo ég spir hver er munurinn á okkur
Er hann meiri maður en ég ,það finnst mér ekki
af hverju verð ég að fara en ekki hann .Af hverju á hann að ráða þessu .
Og ef hann vill fá alla þessa peninga fyrir að hætta ,þá er til nóg af peningum
Hann er að gefa það í skin með þessu framferði sínu
Hans rétta ljós kemur alltaf betur og betur í ljós
Jóhanna og Davíð ræddu saman | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
2.2.2009 | 20:17
Bætur í dag
Bæturnar komu í tvennu lagi ,og áttu þær ekki að hækka .En þær lækkuðu ,skil ekki af hverju ,og af hverju þetta kom svona .
Gekk vonum framar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
2.2.2009 | 12:48
Ýmislegt
Ég ar að hugsa um þessa krónu ,vissi að þar sem hún hækkaði ,þegar Geir fór frá ,og nú á hún eftir að lækka hraðbyri aftur .Er að spá hvað er gert til að þetta fari svona ,ææ skil ekkert í þessu
En hún Ásdís sendi mér hundabók,góð bók ,Vala er nefnilega búin að vera trilt ,ögrar mér var að gera eitthvað vitlaust ,sko ég hengi þvottinn min upp á grindina en hún tínir niður ,og hún geltir mikið þegar ég er að gefa henni matinn ,en í morgun hélt ég á skálinni og gaf henni ekki fyr en hún var róleg í smá tíma ,það gekk og hún er farin að svara nafninu sínu ef ég kalla á hana þá kemur hún .En hún er nagari og vill ekki vera ein verður að sjá mig .
Og ég er ekki búin að fá bæturnar enþá það er svo mikið að gera við að borga út .Svo ég bíð bara ég er ekki að svelta ,
En ég komst ekki ínn á vinnumiðlun og ekki heldur facebook ,það er mikið að gera þar en ég komst inn á bloggið
Takk takk fyrir innlitið elskurnar mínar .
Þetta er allt fyrir Dóru dúllu
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Af mbl.is
Erlent
- McGregor sekur: Borgar um 36 milljónir í skaðabætur
- Trump mun ekki sæta refsingu
- Ákærður fyrir morð á 13 ára stúlku
- Svíar virða ögranir Rússa að vettugi
- Efast ekki um að Bandaríkin átti sig á skilaboðum
- 281 hjálparstarfsmaður drepinn á árinu
- Sjötti ferðamaðurinn er látinn
- Segjast hafa drepið fimm vígamenn
- Eldflaugavarnarkerfi í skiptum fyrir hermenn
- Segir að friði verði aðeins náð með afli